Fara beint í efni

Jafnlaunastefna JYSK skal tryggja starfsfólki þau réttindi sem eru tilgreind í Kafla II Réttindi og skyldur, 6. grein laga nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Öllu starfsfólki skulu greidd jöfn laun og njóta sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Með jöfnum launum er átt við að laun skulu ákveðin á sama hátt fyrir starfsfólk óháð kyni. Starfsfólk skal fá greitt fyrir störf sín út frá þeim kröfum sem þau gera og skulu þau viðmið sem lögð eru til grundvallar launaákvörðun ekki fela í sér kynjamismunun. Launaákvarðanir skulu vera rökstuddar, í samræmi við gildandi kjarasamninga.

 

Til þess að framfylgja lögum um launajafnrétti skuldbindur JYSK sig til að:

  • Innleiða, skjalfesta og viðhalda með stöðugum umbótum vottuðu jafnlaunastjórnunarkerfi í samræmi við kröfur staðalsins ÍST 85.
  • Framkvæma launagreiningu minnst einu sinni á ári þar sem borin eru saman jafnverðmæt störf og athuga hvort mælist óútskýrður munur á launum eftir kyni.
  • Kynna fyrir starfsfólki helstu niðurstöður launagreiningar, sem er til úttektar, hvað varðar óútskýrðan kynbundinn launamun innan einstakra starfahópa, nema persónuverndar­hagsmunir mæli gegn því.
  • Bregðast við frábrigðum með stöðugum umbótum og eftirliti.
  • Framkvæma innri úttekt á öllum útgefnum skjölum sem tilheyra jafnlaunastjórnunarkerfi eigi sjaldnar en á þriggja ára fresti.
  • Skapa umgerð til að setja fram og rýna jafnlaunamarkmið árlega í rýni stjórnenda.
  • Fylgja viðeigandi gildandi lögum, reglum og kjarasamningum á hverjum tíma og meta hlítni þeirra árlega.
  • Kynna stefnuna fyrir starfsfólki og hafa hana aðgengilega á ytri vef.

 

Jafnlaunastefna er jafnframt launastefna. Fyrirspurnir eða athugasemdir vegna kerfisins skulu sendar til mannauðsstjóra.

Útgáfa 3.0 gefin út 13. nóvember 2023