Fara beint í efni
SKIPTI- OG SKILARÉTTUR Í VERSLUNUM
 • Skilaréttur er 30 dagar.
 • Kvittun er skilyrði fyrir vöruskilum.
 • Varan þarf að vera í upprunalegum umbúðum, óopnuð, ónotuð og óskemmd.
 • Vara sem sótt var á vöruhús skal skilað í sömu verslun þar sem hún var keypt.
 • Ekki er hægt að skila:

                - Sængum og koddum ef varan hefur verið tekin úr umbúðum.
                - Skorinni metravöru.
                - Útsöluvöru né B-vöru.

 • Andvirði skilavöru er endurgreitt sem inneignarnóta.

 • Skilareglur takmarka ekki lögbundna neytendavernd.

 • Viðskiptavinur greiðir sendingarkostnað sem hlýst við vöruskil.

Lög um neytendakaup

Lög um þjónustukaup

ÁBYRGÐ

 • Ábyrgð á vörum JYSK gildir í 2 ár frá kaupdegi.
 • Ábyrgð til fyrirtækja er 1 ár frá kaupdegi
 • Rúm og dýnur geta verið með lengri ábyrgð, 2, 5, 10 og 25 ár. Ábyrgðin getur átt við mismunandi hluta t.d. áklæði, rúmbot og gormakerfi.
 • B-vörur, sýniseintök og aðrar sambærilegar vörur seldar sem slíkar eru einnig með 2 ára ábyrgð ef galli tengist ekki því ástandi sem vara var í við kaup.
 • Framvísa þarf kvittun og/eða staðfestingu á kaupum til að ábyrgð sé gild.
 • Ábyrgð gildir aðeins um framleiðslugalla en ekki eðlilegt slit vegna notkunar.
 • Til að viðhalda ábyrgð þarf að fylgja leiðbeiningum um hvernig á að meðhöndla vöruna.

Ef ábyrgðarmál kemur upp þarf að hafa kvittun eða staðfestingu á kaupum tilbúna. Hægt er að koma við í næstu verslun eða hafa samband við þjónustuver í síma 510-7000 eða með tölvupósti á jysk@jysk.is