
Hafa Samband
Þarftu að ná sambandi við okkur? Þú getur heyrt í okkur á opnunartíma verslana í síma 510-7000.
Póst- og vefverslun er síðan opin alla virka daga frá 11:00 - 18:00 í síma 510-7000.
Einnig getur þú sent okkur tölvupóst á jysk@jysk.is eða haft samband við okkur með skilaboðum á Facebook.

Smellt og Sótt
Pantaðu á netinu og síðan sækir í verslun. Þú byrjar á að panta í vefverslun okkar og setur vörur í körfu. Síðan velur þú smellt og sótt eftir að þú slærð inn allar upplýsingar og hvaða verslun þú vilt sækja í. Þú greiðir fyrir vörurnar á heimasíðunni og pöntunin fer í ferli hjá þeirri verslun sem þú valdir. Sú verslun sem þú valdir að sækja í tínir til pöntunina og lætur vita með SMS skilaboðum tölvupóst þegar hún er tilbúin til afhendingar.

Sendingarmátar
Við bjóðum upp á þægilegar og hentuga sendingarmöguleika. Við bjóðum upp á heimsendingar í völdum póstnúmerum annars sendum við á næsta afgreiðslustað flutningsaðila.

SMS biðlisti fyrir húsgögn
Er fataskápurinn sem þér langar í uppseldur? Þá getur þú talað við starfsmann í húsgagnadeild okkar og hægt er að setja þig á biðlista og þú færð SMS þegar varan er kominn aftur. Athugið að ekki er hægt að greiða fyrir vöruna fyrirfram.

Fyrirtækjaþjónusta (B2B)
Vantar þig magntilboð í vörur hjá okkur eða ráðleggingar varðandi rúm, sængur eða aðrar vörur? Hafðu samband við fyrirtækjaþjónustu okkar og við aðstoðum þig.
Netfang: b2b@jysk.is
Skilaréttur
Hægt er að skila flestum vörum, svo lengi sem þær eru ónotaðar, í upprunalegum umbúðum og kvittun er til staðar. Best er að hafa samband eða líta við í þeirri verslun sem varan var versluð í til að nýta skilaréttinn.

Vefverslun
Hægt er að panta og fá sendar vörur úr vefverslun okkar sem er opin allan sólarhringinn allt árið um kring. Athugið að verð og tilboð í verslunum eru einnig gild í vefverslun.
.png)
Kerrulán
Nú getur þú fengið lánaða lokaða kerru frítt í 2 tíma til að koma vöru frá okkur heim sem ekki kemst í bílinn. Kerrurnar eru staðsettar á vöruhúsi okkar á Korputorgi. Athugið að það þarf að hafa gildt ökuskírteini og kreditkort til þess að geta fengið kerru að láni. Ekki er hægt að panta kerru fyrirfram og henni þarf að skila fyrir lokunartíma vöruhúss.

Hjólastóll í verslunum
Allar verslanir okkar hafa hjólastól sem hægt er að nota í verslunum okkar.

Greiðslumáti
Hægt er að greiða á fjölbreytilegan hátt hjá okkur. Hægt er að greiða með flestum kredit- og debetkortum. Einnig er hægt að nota Netgíro sem býður upp á dreifingu. Í verslunum okkar og vefverslun bjóðum við einnig upp á raðgreiðslur í gegnum Valitor.

Gjafabréf
Vantar þig gjöf? Þá gæti gjafabréf JYSK hentað þér. Hafðu samband við þjónustuborð í einhverri verslun okkar og starfsmaður þar mun útbúa gjafabréf fyrir valda upphæð á staðnum.

Örugg greiðslugátt
Öruggari samskipti og aukið traust með SSL skírteini tryggir betra öryggi þegar þú verslar í vefverslun okkar.