Fara beint í efni
Frábær helgartilboð!

Smári Jón Hauksson: Sérfræðingurinn okkar í rúmum og dýnum

Smári Jón Hauksson, vörustjóri hjá Rúmfatalagernum, segir að vöruúrvalið af rúmum og dýnum hafi sjaldan verið eins flott og núna.

Við erum með alla breiddina, fyrir unglinginn, gestaherbergið, gistiheimilin, gæðarúm fyrir hjónaherbergin, stillanleg rúm og heilsudýnur sem laga sig fullkomlega að líkamanum," segir Smári Jón. 

Hvað er vinsælast hjá fólki varðandi rúm og dýnur?

Rúmgrindur með skúffuhirslum eru mjög vinsæll kostur hjá okkur og eru frábær kostur til að nýta plássið undir rúminu. Svo eru „luxury“ dýnurnar hjá okkur alveg frábærar og við mælum mikið með þeim. Við höfum gríðarlega góða reynslu af þeim. Þær eru vel uppsettar, með fimm þægindasvæðum í pokagormum, eggjabakkasvampi og latex í yfirdýnunni og sérstyrktum köntum sem stækka svefnsvæðið svo um munar,“ segir Smári en hjá Rúmfatalagernum er sérþjálfað starfsfólk sem tekur vel á móti viðskiptavinum sínum og leiðbeinir þeim í átt að réttu dýnunni. „Það eru margir virkilega færir starfsmenn hjá okkur sem eru með áratugareynslu á þessu sviði í flestum verslunum okkar.“

 

 

 

Mikilvægt að gefa sér góðan tíma

Hvað þarf fólk að hafa í huga þegar það ætlar að fjárfesta í rúmum?

Er ekki mikilvægt að velja sér rétt rúm?

„Jú, við verðum að átta okkur á því að við verjum um 1/3 af ævi okkar uppi í rúmi, þannig að á til dæmis 75 árum erum við um 25 ár í rúminu okkar. Dagurinn byggist á því hvernig þú svafst um nóttina. Það er því mjög mikilvægt að taka sér góðan tíma í að velja sér rétta dýnu. Best er að koma í sýningarsali okkar og fá leiðbeiningar frá starfsmönnum og máta svo nokkur rúm til að átta sig betur á þörfum sínum,“ segir Smári og bætir við: „Það er mikilvægt að máta sig í rúminu í verslununum okkar, vera í sömu svefnstöðu og þú sefur í heima fyrir og reyna að ná að slaka á. Það er gott að leita eftir því hvort það myndist meiri þrýstingur á eitt svæði á líkamanum frekar en annað. Ef það gerist þá er spurning um að prófa annað rúm. Gott er að vita að það er ekki til nein „universal“ dýna sem hentar öllum. Dýnur eru eins mismunandi og við. Það er mjög einstaklingsbundið hvað hentar hverjum,“ segir Smári Jón. 

Hann bendir á nokkur atriði þegar velja á dýnu. „Gott er að byrja á að vera viss með hvaða stærð af rúmi mann langar í. Verður þetta aðalrúm sem er nýtt á hverjum degi eða er þetta aukarúm í gestaherbergi eða í sumarbústaðnum og hvort rúmið eigi til dæmis að vera með gormum eða svampi. Annað sem gott er að hafa í huga er hvort maður sefur á bakinu eða á maganum. Þá er betra að taka stífari dýnu heldur en þegar legið er á hliðinni,“ segir Smári Jón. Hann segir enn fremur: „Kannanir sýna að um 74% fólks sofa á hliðinni og ef þú ert þar þá er mikilvægt að velja sér dýnu sem er með svokölluð þægindasvæði í dýnunni sem tryggir bæði réttari legu á hryggnum og léttir líka á helstu þrýstipunktum á líkamanum. Það er þá helst axlarsvæðin og mjaðmasvæðin. Þau svæði eiga að vera mýkri en önnur á dýnunni.“ 

Gaman að fara alla leið

Hvað með aðrar vörur sem tengjast rúminu eins og gafla, náttborð og fleira?

„Það er alltaf gaman að fara alla leið þegar maður er byrjaður og að flikka meira upp á herbergið í leiðinni með því að skipta um náttborð, fá sér höfðagafl og dúlla upp á hlutina í kringum nýja rúmið sitt. Ekki má gleyma yfirdýnunum sem við bjóðum upp á. Yfirdýnur eru frábær kostur ef maður vill til dæmis breyta eða auka í mýkt í dýnuna hjá sér. Þar erum við að bjóða upp á breitt úrval í mismunandi þykktum en þær innihalda annars vegar „memory“ svamp, latex eða venjulegan svamp. Breiddin á þeim er frá 80-180 sentímetra,“ segir Smári sem hvetur þá sem eru í dýnuhugleiðingum að koma í eina af sjö verslunum Rúmfatalagersins 

Hægt er að lesa viðtalið í heild sinni á frettabladid.is