
Við rýmum Skeifuna vegna endurbóta – allt skal seljast!
Það eru komin 34 ár síðan að við opnuðum verslunina okkar í Skeifunni en hún opnaði 9. nóvember 1989. Skeifan varð þá þriðja verslunin sem Rúmfatalagerinn opnaði, á eftir verslunum í Kópavogi og á Akureyri.
Verslunin hefur dafnað vel í gegnum tíðina og tekið hinum ýmsu breytingum en nú er kominn tími á allsherjar endurbætur! Unnið er að því að tæma Skeifuna og reyna að selja eins mikið og hægt er, áður en að við lokum svo í nokkrar vikur fyrir breytingarnar.
Síðan munum við opna aftur með nýja og betri Skeifu!
Þegar þetta er skrifað (27. Janúar) er allt í Skeifunni á 30% afslætti þannig að kíktu við sem fyrst því að fyrstur kemur fyrstur fær!
Fyrsta auglýsingin um Skeifuna birtist í Morgunblaðinu fimmtudaginn 9. nóvember og var það víst annar stofnandinn sem teiknaði þessa auglýsingu heima við eldhúsborðið.