Fara beint í efni
Frábær helgartilboð!

Rúmfatalagerinn hefur frá 1987 verið í miklu og nánu samstarfi við JYSK í Danmörku. Með því að taka upp JYSK nafnið viljum við sýna að við erum hluti af einni stærstu verslunarkeðju heims sem sérhæfir sig í vörum fyrir svefninn og heimilið. Við erum hluti af sterkri heild sem telur fleiri en 3.300 verslanir í 48 löndum og yfir 30.000 starfsmenn. Mikið hefur verið lagt í ímynd fyrirtækisins undanfarin ár, bæði inn á við með nýju útliti verslana sem og út á við.

Nei, við höfum alltaf verið hluti af JYSK sem er ein stærsta verslunarkeðja heims sem sérhæfir sig í vörum fyrir svefninn og heimilið. JYSK var stofnað af Lars Larsen árið 1979, einum þekktasta viðskiptafrömuði Danmerkur og hefur verið alfarið í eigu sömu fjölskyldunnar. Það verða áfram sömu eigendur að JYSK á Íslandi sem rekið hafa Rúmfatalagerinn frá 1987.
 

Ferlið er þegar hafið og mun ljúka í september 2023.
 

Upprunalega merkir orðið „JYSK“ að eitthvað eða einhver sé frá Jótlandi í Danmörku. Ef þú ert frá Jótlandi ertu „JYSK (jóskur)“. Litið er á Jótlendinga sem duglegt, jarðbundið og áreiðanlegt fólk. Þrátt fyrir að orðið sé úr dönsku hafa þessi gildi ávallt skipað stóran sess í hugmyndafræði fyrirtækisins og þau eiga við um allt starfsfólk, sama í hvaða landi það starfar.

JYSK er dönsk alþjóðleg verslunarkeðja með sterkar skandinavískar rætur. Árið 1979 var fyrsta verslunin opnuð, en það var í Árósum í Danmörku.
 

JYSK á Íslandi mun halda áfram að bjóða upp á frábært úrval af skandinavískum vörum fyrir svefninn og heimilið á frábæru verði.
 

JYSK á Íslandi mun halda áfram að bjóða upp á frábær verð og tilboð. Með nafnabreytingu verslana og auknu vöruúrvali getum við boðið enn breiðara úrval í framtíðinni.
 

Við verðum auðvitað ennþá til, við erum eingöngu að breyta nafni verslana okkar. Við höfum frá upphafi verið hluti af dönsku verslunarkeðjunni JYSK sem sérhæfir sig í vörum fyrir svefninn og heimilið. Verslunarkeðjan heitir JYSK um allan heim og nú er komið að því að við deilum öll sama nafni.

Fyrirtækið Rúmfatalagerinn ehf. er ennþá starfandi og allar inneignarnótur eða rafræn gjafakort frá Rúmfatalagernum munu gilda hjá JYSK á Íslandi.

Engar breytingar verða á þessum málum. Ábyrgð á öllum vörum sem keyptar voru í RÚMFATALAGERNUM gilda einnig hjá JYSK með sömu skilyrðum. Þú getur skipt eða skilað vörum sem þú keyptir hjá okkur eins og venjulega. Þú þarft bara að taka kvittun með þér.